SKRÍNIÐ

Skrínið utan um Spábollann er af stærð 23x15x15,5 cm og er úr gúmmíviði.

Spábollinn hefur rétta lögun og form til að mynda sem best mynstur frá kaffinu sem drukkið er úr honum og efnið í honum er blanda af beinmassa og postulínsmassa (bone china) sem kemur mjög vel út. Þegar var leitað að sem bestum bolla var rætt við nokkrar spákonur til að finna út hver þær teldu bestu einkennin við bolla sem þær notuðu við að hvolfa og upplýsingarnar hafðar að leiðarljósi þegar sýnishorn af bollum voru leituð uppi á yfirgripsmikilli postulínssýningu og í framhaldi af því farið með til Íslands og þau prófuð.

Kaffiblandan var valin eftir að hafa prófað fjölmargar blöndur af kaffi.

Leiðbeiningarnar eru ætlaðar til hjálpar meðan verið er að spá. Þar er að finna almennar upplýsingar sem og góð ráð fyrir kaffi lögunina. Að lokum eru þar dæmi um táknmyndir og merkingu þeirra.
 
 
 
mail@fortunecup.net sími 663 3763