HUGMYNDIN

Frá því að kaffi barst til Evrópu frá arabalöndunum fyrir um 500 árum hefur sú venja að spá í bolla breiðst út um heim allan en með því að rýna í kaffibolla er hægt að sjá ýmiss konar mynstur og tákn og spá fyrir um framtíð þess sem úr honum drakk. Hið sérstaka form og yfirborð Spábollans, eða FortuneCup®, gefur bollanum gæði sem tryggir myndun tákna. Í veglegu viðarskríninu eru tveir spábollar, sérstök kaffiblanda og ítarleg leiðbeiningabók. Í bókinni er sagt frá hefðinni, helstu tákn og mynstur útskýrð og heildstæðar bollaspár útskýrðar. Þannig á hverjum leikmanni að vera mögulegt að tileinka sér bollaspár. Spábollinn fékk fyrir nokkru viðurkenningu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins um viðskiptahugmyndir en hugmyndasmiðurinn er Hafsteinn Helgason verkfræðingur.

Hvenær kviknaði þessi hugmynd?
„Þegar ég var unglingur spáði gömul frænka mín í bolla fyrir mig og síðan hef ég gengið með þessa hugmynd í kollinum. Ég hef líka séð þetta gert fyrir aðra og veit að það er algengt um allan heim að spá í bolla. Fyrir nokkru lýsti ég hugmyndinni í viðskiptaáætlun og skoðaði markaðinn fyrir þessa óvenjulegu vöru og tók þátt í samkeppni um nýsköpunarhugmyndir sem Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins stóð fyrir. Hugmyndin vann til verðlauna og í framhaldi ákvað ég að láta útbúa um 600 Spábollaskrín til að sjá hver viðbrögð markaðarins yrðu. Þau voru seld á fáum útsölustöðum og ekkert auglýst, en skemmst er frá því að segja að varan seldist upp á þremur vikum. Ég sá því að þetta féll í góðan jarðveg og er að setja þetta á markað í Evrópu nú í haust,“ segir Hafsteinn.

Fyrir hverja er Spábollinn hugsaður?
„Hvort heldur sem er í saumaklúbb, á kaffistofunni á vinnustaðnum, í sumarbústaðnum eða heimafyrir þá vekur varan ætíð mikla lukku. Sjálfur hef ég alltaf verið fremur skeptískur á dulræn mál og litið á þetta sem skemmtun fyrst og fremst. Þá er Spábollinn kjörið tæki til þess að fá fólk á tölvu- og upplýsingaöld til að setjast niður og eiga notalegar stundir saman.
 
 
 
mail@fortunecup.net sími 663 3763